AÐALFUNDUR Félags lífeindafræðinga 2010 var haldinn föstudaginn 16. apríl sl. Fundurinn var mjög vel sóttur og góð stemming meðal félagsmanna. Tveir fulltrúar gengu úr stjórn eftir sex ára setu og tveir nýir komu inn – fáeinar breytingar urðu á nefndum. Hlutfall félagsgjalda var lækkað úr 1,5% af dagvinnulaunum í 1,4% ákveðið var að af því hlutfalli yrði 0,1 lagt í Fræðslusjóð til að styðja félagsmenn til framhaldsmenntunar.
Helgu Sigrúnu Sigurjónsdóttur, gjaldkera og Steinunni Matthíasdóttur, varaformanni voru þökkuð vel unnin störf sl. sex ár. Til stóð að fagna þrem nýjum félagsmönnum með merki og blómum en aðeins einn þeirra; Sören Nagel, gat komið á fundinn.
Nýja stjórn Félags lífeindafræðinga skipa:
Arna A. Antonsdóttir, formaður Auður G. Ragnarsdóttir, meðstj.
Sigrún Reynisdóttir, varaformaður Sigríður Sigurðardóttir, meðstj.
Sunna Kamilla Gunnarsdóttir, gjaldkeri Kristín Ása Einarsdóttir, meðstj.
Fjóla M. Óskarsdóttir, ritari
Stjórn FL þakkar félagsmönnum góða fundarsókn og stuðning á aðalfundi.