Skip to main content

Hvatningarsjóður Félags lífeindafræðinga

Starfsreglur
Samþykktar á aðalfundi 19. apríl 2008
síðast breytt á aðalfundi 13.apríl 2012

1. gr.
Hvatningarsjóður Félags lífeindafræðinga var stofnaður með aðalfundarsamþykkt FL árið 2007.

2. gr.
Samkvæmt ofangreindri aðalfundarsamþykkt 13. apríl 2012 skal ráðstöfunarfé sjóðsins vera árlegt framlag Félags lífeindafræðina kr. 150.000 á ári. Sjóðinn má einnig efla með framlögum afmælisárganga í FL, minningargjöfum eða öðrum frjálsum framlögum.

3. gr.
Tilgangur sjóðsins er að veita þeim lífeindafræðingum viðurkenningu og hvatningu sem skarað hafa fram úr á einhvern máta í námi í lífeindafræði og þannig styrkja tengsl Félags lífeindafræðinga við Geisla- og lífeindafræðiskor í Háskóla Íslands. Viðurkenningin skal vera fjárhæð sem sjóðstjórn ákvarðar. Miðað skal við að sú fjárhæð sé sem næst ársframlagi í sjóðinn hverju sinni. Úthluta skal úr sjóðnum árlega, í fyrsta sinn vorið 2009.

4. gr.
Sjóðurinn skal vera í vörslu Félags lífeindafræðinga sem annast ávöxtun hans. Sjóðurinn greiði kostnað við bókhald og endurskoðun ef einhver er. Vextir og verðbætur af ávöxtun sjóðsins mæti þessum kostnaði.

5. gr.
Sjóðstjórn skal skipuð þremur mönnum sem stjórn félagsins tilnefnir. Sjóðstjórn skal annast úthlutun og halda gerðabók um sjóðinn, reikninga hans og annað það er varðar hag sjóðsins og starf. Sjóðstjórn getur leitað til gjaldkera FL sér til fulltingis.

6. gr.
Sjóðstjórn er heimilt að endurskoða starfsreglur þessar ár hvert og nýta sér þar með þá reynslu sem hefur skapast.

7. gr.
Verði sjóður þessi af einhverjum ástæðum að hætta störfum skal ákvörðun um það og ráðstöfun eigna sjóðsins tekin á aðalfundi FL.

Í stjórn sjóðsins frá aðalfundi 2016 eru:
Margrét Vigfúsdóttir, Gyða Hrönn Einarsdóttir og Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch,
lífeindafræðingar.