Fyrir stuttu barst félaginu fyrirspurn frá félagsmanni um hvort Félag lífeindafræðinga (FL) hefði hugsað um að styrkja Kennarasamband Íslands (KÍ) í kjarabaráttu sinni en kennarar hefðu stutt lífeindafræðinga í erfiðu verkfalli árið 1995. Málið var tekið upp á stjórnarfundi FL og beint til kjaradeilusjóðs FL.
Í síðustu viku fundaði Kjaradeilusjóður FL og tók ákvörðun um að styrkja Vinnudeilusjóð KÍ.
FL sendir KÍ baráttukveðjur og vonar að samningar náist fljótlega.