Skip to main content
Fréttir

Stjórn Kjaradeilusjóðs Félags lífeindafræðinga hefur ákveðið að styrkja Vinnudeilusjóð Kennarasambands Íslands

By febrúar 24, 2025No Comments

Fyrir stuttu barst félaginu fyrirspurn frá félagsmanni um hvort Félag lífeindafræðinga (FL) hefði hugsað um að styrkja Kennarasamband Íslands (KÍ) í kjarabaráttu sinni en kennarar hefðu stutt lífeindafræðinga í erfiðu verkfalli árið 1995. Málið var tekið upp á stjórnarfundi FL og beint til kjaradeilusjóðs FL.

Í síðustu viku fundaði Kjaradeilusjóður FL og tók ákvörðun um að styrkja Vinnudeilusjóð KÍ.

FL sendir KÍ baráttukveðjur og vonar að samningar náist fljótlega.