Félaginu hafa borist nokkrar fyrirspurnir um næstu ráðstefnur systursamtaka á norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi. Hér í eftirfarandi texta er að finna hlekki þar sem hægt er að finna frekari upplýsingar.
Næsta norðurlandaráðstefna verður haldin í Helsinki í Finnlandi núna í haust, 5-7. október 2017. Það er finnska félag lífeindafræðinga sem heldur utan um ráðstefnuna að þessu sinni eða Association of Biomedical Laboratory Scientists in Finland. Gera má ráð fyrir að flestir ráðstefnugestir komi frá heimalandinu og töluvert frá nálægustu norðurlöndunum í kring. Opinbert mál NML ráðstefnunnar er enska. Heimasíða ráðstefnunnar er nml2017.fi og vonandi fara að detta inn drög að dagskrá fljótlega. Viðburðurinn virðist ekki eiga fésbókarsíðu.
Næsta ráðstefna alþjóðasamtaka lífeindafræðinga, IFBLS, verður haldin í Flórenz haustið 2018, eða 22-26 september 2018. Þetta er mun nær okkar staðsetningu á jarðkúlunni en undanfarnar alþjóðaráðstefnur og því má búast við því að fleiri evrópubúar sæki þessa ráðstefnu en síðustu tvær sem haldnar voru í Taiwan og í Japan. Auðvitað má búast við flestum þátttakendum úr frá heimalandi og nálægustu löndum í kring. Alþjóðaráðstefnan var síðast haldn í Evrópu árið 2012 þegar hún var í Berlín í Þýskalandi. Opinber heimasíða rástefnunnar er ifbls2018.org og mun sú síða koma til með að halda utan um fréttabréf, skráningu, dagsrká og aðrar upplýsingar þegar frá líður, ekki eru komnar á síðuna aðrar upplýsingar þegar þetta er skrifað utan dagsetningu og staðsetningu ráðstefnunnar. Ekki er sérstök fésbókarsíða fyrir ráðstefnuna enn sem komið er en IFBLS samtökin eru með fésbókarsíðu.