Skip to main content

Fyrir launagreiðendur

Félagsgjöld til Félags lífeindafræðinga sem dregin eru mánaðarlega af launum félagsmanna og vinnuveitandi gerir skil á eru 1,2% af heildarlaunum. Þetta gildir fyrir alla félagsmenn jafnt – hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði.


Númer FL er:  618
Orlofs- og desemberuppbót
Um iðgjaldaskil fyrir launagreiðendur og verktaka

Framlag vinnuveitanda í sjóði félagsmanna FL

í Orlofssjóð BHM 0.25% af heildarlaunum
í Starfsmenntunarsjóð BHM 0.22% af heildarlaunum
í Vísindasjóð FL 1,5% af heildarlaunum
í Styrktarsjóð 0,75% af heildarlaunum – opinberi markaðurinn
í Sjúkrasjóð BHM 1% af heildalaunum – almenni markaðurinn
í Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,70% af heildarlaunum – valkvætt fyrir þá sem ekki hafa samið um aðild

Sami atvinnurekandi greiðir ekki í bæði Styrktarsjóð og Sjúkrasjóð. Félagsmenn á almennum markaði greiða í Sjúkrasjóð BHM, en
Styrktarsjóður er fyrir félagsmenn sem vinna hjá ríkisfyrirtækjum af einhverju tagi.

Allar greiðslur vegna félagsgjalda og iðgjalda í vísindasjóð, orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð, fjölskyldu- og styrktarsjóð og sjúkrasjóð eiga að greiðast inn á bankareikning skv. neðangreindum upplýsingum:
Bankaupplýsingar: 0515-26-550000
kt. 630387-2569.

Greiða má í einni upphæð en skilagreinar með fullnaðarupplýsingum (nákvæma sundurliðun gjalda) um viðkomandi launþega þurfa jafnframt að berast til Bókunar- og innheimtumiðstöðvar Bandalags háskólamanna.

Senda má rafrænt með XML í gegnum síðuna www.skilagrein.is eða SAL færslu með tölvupósti á netfangið [email protected] hinsvegar. Ekki þarf að setja inn lykilorð þó beðið sé um það í sumum kerfum.

Síða fyrir launagreiðendur á vef BHM

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti

Bandalag háskólamanna
Borgartúni 6, v/BIB
105 Reykjavík

Netfang fyrir skilagreinar: [email protected]

Starfsendurhæfingarsjóður

Framlag í Starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% og fylgir lífeyrissjóði.