Vissir þú….?

Að skv. Starfsreglum Styrktarsjóðs Bandalags Háskólamanna varðandi sjóðsaðild gildir eftirfarandi:

  • Í fæðingarorlofi: Sjóðfélagar sem fara í fæðingarorlof og velja að greiða stéttarfélagsgjöld meðan á því stendur halda fullum réttindum
  • Í veikindum: Sjóðfélagi sem hefur fullnýtt rétt sinn til dagpeninga nýtur áfram annarra réttinda í sjóðnum í allt að eitt ár stofni hann ekki til réttinda annars staðar.
  • Aðild við eftirlaun: Sjóðfélagar halda réttindum í 12 mánuði eftir að þeir láta af störfum og fara á eftirlaun.